Reykjavík Ink

Myndskreytingin á Orku – Orange Ink var unnin í samvinnu við húðflúrstofuna Reykjavík Ink, en höfundur verksins er Chip Baskin, þaulreyndur húðflúrari frá Alabama-ríki Bandaríkjanna sem búsettur er hér á landi. Hann sérhæfir sig í svokölluðum „American Traditional“-stíl, sem nýtur sín vel á þessari litríku og sumarlegu dós.

American Traditional

Þessi vinsæli húðflúrstíll á rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna á síðari hluta 19. aldar og hefur þróast jafnt og þétt í gegnum tíðina. Þykkar, svartar línur einkenna þennan stíl og þrátt fyrir að oft séu flúrin í áberandi litum, þá er hin svokallaða litapalletta sem unnið er með takmörkuð. Af vinsælu myndefni má nefna hafmeyjur, akkeri og áttavita, rósir, hjörtu og fána, auk ýmissa dýra s.s. fugla, snáka og kattardýra.